Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:14 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær. Dómsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær.
Dómsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira