Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 12:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira