Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 13:59 Simbabve glímir ekki aðeins við kórónuveirufaraldur heldur einnig miklar efnahagsþrengingar. Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli til að mótmæla skorti á hlífðarbúnaði og ríkisstjórnin er sökuð um spillingu við opinber innkaup á honum. Vísir/EPA Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56
Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00