Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 17:56 Alma Möller landlæknir. Stöð 2 Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira