Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 18:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með ellefu mörk. vísir/bára Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir) Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30