Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 18:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með ellefu mörk. vísir/bára Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir) Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30