Telur knattspyrnulið áfram geta æft Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 14:07 Skipulagðar æfingar lágu niðri um hríð í vor vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/BÁRA Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti