Rigning og rok torvelda ferðalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:40 Ferðalangar á Suður- og Austurlandi ættu að hafa varann á. Veðurstofa Íslands Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira