„Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 09:15 Jón Bjarni rekur barinn Dillon í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Samsett „Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira