Fresta opnun landamæra og framlengja takmarkanir Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 12:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hann sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26