Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissini, Ölmu Möller og Óskari Reykdalssyni á fundi dagsins. Vísir/Arnar Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“