Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 16:17 Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira