„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. ágúst 2020 10:56 Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði á óformlegri setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira