Ríkisþingmaður fórst þegar tvær flugvélar skullu saman á flugi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 12:08 Brak úr annarri flugvélinni í skógi nærri Soldotna í gær. AP/Jeff Helminiak/Peninsula Clarion Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Slysið átti sér stað nærri flugvelli í Soldotna á Kenai-skaga, skammt suður af Anchorage, í gærmorgun. Gary Knopp, þingmaður Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Alaska, flaug annarri vélinni og var einn um borð. Í henni vélinni voru fjórir ferðamenn frá Suður-Karólínu á þrítugsaldri, fertugur leiðsögumaður frá Kansas og 57 ára gamall flugmaður frá Soldotna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex þeirra voru úrskurðaðir látnir á slysstað en einn lést á leið á sjúkrahús. Flugmálastofnun Bandaríkjanna og samgönguöryggisnefnd landsins rannsaka tildrög slyssins. Staðfest er að önnur vélanna var eins hreyfils de Havilland DHC-2 Beaver en hin af gerðinni Piper PA-12. Staðarmiðillinn Anchorage Daily News segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að slysinu á jörðu niðri. Skyggni er sagt hafa verið gott. Brak úr vélunum féll á hraðbraut og var henni lokað í öryggiskyni í kjölfarið. Knopp var 67 ára gamall og var kjörinn á ríkisþingið árið 2016. Hann hafði áður starfað sem verktaki, flugkennari og flugmaður um árabil. Gary Knopp var ríkisþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn í Alaska. Hann flaug annarri flugvélinni og var einn um borð.AP/Becky Bohrer Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Slysið átti sér stað nærri flugvelli í Soldotna á Kenai-skaga, skammt suður af Anchorage, í gærmorgun. Gary Knopp, þingmaður Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Alaska, flaug annarri vélinni og var einn um borð. Í henni vélinni voru fjórir ferðamenn frá Suður-Karólínu á þrítugsaldri, fertugur leiðsögumaður frá Kansas og 57 ára gamall flugmaður frá Soldotna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex þeirra voru úrskurðaðir látnir á slysstað en einn lést á leið á sjúkrahús. Flugmálastofnun Bandaríkjanna og samgönguöryggisnefnd landsins rannsaka tildrög slyssins. Staðfest er að önnur vélanna var eins hreyfils de Havilland DHC-2 Beaver en hin af gerðinni Piper PA-12. Staðarmiðillinn Anchorage Daily News segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að slysinu á jörðu niðri. Skyggni er sagt hafa verið gott. Brak úr vélunum féll á hraðbraut og var henni lokað í öryggiskyni í kjölfarið. Knopp var 67 ára gamall og var kjörinn á ríkisþingið árið 2016. Hann hafði áður starfað sem verktaki, flugkennari og flugmaður um árabil. Gary Knopp var ríkisþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn í Alaska. Hann flaug annarri flugvélinni og var einn um borð.AP/Becky Bohrer
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira