Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 13:43 Kafli úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar var birtur í dag. Vísir/Vilhelm Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52