Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2020 20:01 Það eru ekki lofthræddir menn sem vinna að undirbúningi uppsetningar útsýnispalls í 640 metra hæð á tindi Bolafjalls. Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45