Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 18:18 Í væntanlegri bók Björns Inga er haft eftir ónefndum ráðherra að það beri vott um dómgreindarbrest að Ágústa hafi sent bréfið. Ágústa segir ósanngjarnt að halda því fram enda hafi hún sent bréfið ásamt þrettán öðrum rekstraraðilum. Facebook - Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira