Gunnhildur rætt við nokkur félög Anton Ingi Leifsson skrifar 2. ágúst 2020 19:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona. vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00
Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30
Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31