Tala látinna sögð þrefalt hærri en stjórnvöld halda fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 09:02 Frá höfuðborg Írans, Teheran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira