Sérfræðingar undir stjórn WHO leita uppruna Covid-19 Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 19:28 Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir mikla áherslu lagða á að finna uppruna Covid19 veirunnar. Mynd/ Sven Hoppe/picture alliance via Getty Images Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur allt kapp á að finna uppruna kórónuveirunnar og hvernig hún smitaðist fyrst í menn. Forathugun í Wuhan í Kína er lokið og grunnur verið lagður að víðtækari rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga undir leiðsögn stofnnunarinnar. Núþegar smituðum fer fjölgandi á ný íSuður Ameríku, víðs vegar um Vesturlönd eins og í norðurhluta Spánar, Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi og Belgíu, er ekki bara allt kapp lagt áað finna bóluefni, heldur einnig áað finna uppruna veirunnar. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir teymi sérfræðinga stofnunarinnar sem fór til Kína hafa skilaðsínum niðurstöðum sem leggi grunninn að frekari rannsóknum til aðfinna uppruna Covid19 veirunnar. Sérfræðingar WHO og kínverskir sérfræðingar hafi komið sér saman um hvernig staðiðverði að víðtækari rannsóknum. „Í alþjóðateyminu sitja vísinda- og rannsóknarmenn í fremstu röð frá Kína og hvaðanæva að úr heiminum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hefjast í Wuhan til að finna hugsanleg upptök smits á fyrstu stigum," segir Ghebreyesus. Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO segir nauðsynlegt að finna hvar og hvernig það gerðist að kórónuveiran fór úr dýrum í menn.Mynd/Tobias Hase/picture alliance via Getty Images Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar stofnunarinnar segir kínverska sérfræðinga hafa veitt aðgang að frumrannsóknum þeirra til að mynda í kringum fiskmarkað í Wuhan. „Það eru gloppur í faraldsfræðilega þættinum og við þurfum að gera afar víðtæka og afturvirka faraldsfræðilega rannsókn á fyrstu tilfellunum og veiruklösunum í Wuhan og að skilja til fullnustu tengslin milli þessara fyrstu tilfella til að ákvarða á hvaða tímapunkti, í Wuhan og annars staðar, tegundatálminn milli manna og dýra var rofinn," segir Dr. Ryan. Fara verði í gegnum gögn um fyrstu hópana sem smituðustu og rekja sig skipulega fráþeim að fyrstu merkjum þess þegar veiran flutti sig fyrst frádýrum í menn. „Þegar vitað er hvar tálminn var rofinn er hægt að hefja rannsókn með kerfisbundnum hætti hjá dýrumog þá verður auðveldara að vinna út frá því," segir Dr. Michael Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur allt kapp á að finna uppruna kórónuveirunnar og hvernig hún smitaðist fyrst í menn. Forathugun í Wuhan í Kína er lokið og grunnur verið lagður að víðtækari rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga undir leiðsögn stofnnunarinnar. Núþegar smituðum fer fjölgandi á ný íSuður Ameríku, víðs vegar um Vesturlönd eins og í norðurhluta Spánar, Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi og Belgíu, er ekki bara allt kapp lagt áað finna bóluefni, heldur einnig áað finna uppruna veirunnar. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir teymi sérfræðinga stofnunarinnar sem fór til Kína hafa skilaðsínum niðurstöðum sem leggi grunninn að frekari rannsóknum til aðfinna uppruna Covid19 veirunnar. Sérfræðingar WHO og kínverskir sérfræðingar hafi komið sér saman um hvernig staðiðverði að víðtækari rannsóknum. „Í alþjóðateyminu sitja vísinda- og rannsóknarmenn í fremstu röð frá Kína og hvaðanæva að úr heiminum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hefjast í Wuhan til að finna hugsanleg upptök smits á fyrstu stigum," segir Ghebreyesus. Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO segir nauðsynlegt að finna hvar og hvernig það gerðist að kórónuveiran fór úr dýrum í menn.Mynd/Tobias Hase/picture alliance via Getty Images Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar stofnunarinnar segir kínverska sérfræðinga hafa veitt aðgang að frumrannsóknum þeirra til að mynda í kringum fiskmarkað í Wuhan. „Það eru gloppur í faraldsfræðilega þættinum og við þurfum að gera afar víðtæka og afturvirka faraldsfræðilega rannsókn á fyrstu tilfellunum og veiruklösunum í Wuhan og að skilja til fullnustu tengslin milli þessara fyrstu tilfella til að ákvarða á hvaða tímapunkti, í Wuhan og annars staðar, tegundatálminn milli manna og dýra var rofinn," segir Dr. Ryan. Fara verði í gegnum gögn um fyrstu hópana sem smituðustu og rekja sig skipulega fráþeim að fyrstu merkjum þess þegar veiran flutti sig fyrst frádýrum í menn. „Þegar vitað er hvar tálminn var rofinn er hægt að hefja rannsókn með kerfisbundnum hætti hjá dýrumog þá verður auðveldara að vinna út frá því," segir Dr. Michael Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira