Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 20:24 Cyrus Vance Jr. hefur farið fram á skattskýrslur Trump vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum. Vísir/Getty Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27
Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47