Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:00 Búið er að byrgja fyrir glugga rýmisins við Hagamel þar sem Fisherman var til húsa. Þar áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin í rýminu. Vísir/Stína Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira