Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. ágúst 2020 13:21 Gripið hefur verið til strangra aðgerða í Viktoríuríki. EPA/DAVID CROSLING Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira