Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Stefán Ó. Jónsson og Birgir Olgeirsson skrifa 4. ágúst 2020 15:18 Frá Reykjavíkurmaraþoninu 2018. vísir/vilhelm Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, í samtali við fréttastofu. Frímann segir að nýlegar sóttvarnaráðstafanir, sem gilda til 13. ágúst hið minnsta, hafi sett skipulagningu mótsins í uppnám. Þær fela meðal annars í sér 100 manna samkomuhöft og kröfu um tveggja metra fjarlægðarmörk milli fólks. Fari svo að ráðstafanirnar verði framlengdar segir Frímann ljóst að ómögulegt verði að halda maraþonið. Til að halda fólki ekki í óvissu hafi því verið tekin endanlega ákvörðun um að blása hlaupið af. Tæplega fjögur þúsund manns höfðu skráð sig til leiks í maraþonið í ár. Þau munu geta fengið skráningargjald sitt endurgreitt, óski þau þess. Skráning þeirra muni að óbreyttu færast yfir á næsta ár. Fyrirkomulag endurgreiðslu verður kynnt fljótlega. Lengi vel stóð til að skipta keppendum upp í hólf sem myndu miða við fjöldatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Frímann segir sóttvarnalækni hafa boðað í vor að mögulega færu fjöldatakmarkanirnar upp í 2000 manns síðsumars. Þegar lítið bólaði á breytingum var farið í að skipuleggja hlaupið út frá fimm hundruð manna hollum, líkt og fjöldatakmarkanir kváðu á um. Þegar sú takmörkun fór niður í 100 manns í síðustu viku og tveggja metra reglan gerð að skyldu var ljóst að ekki væri mögulegt að halda hlaupið. Fréttin hefur verið uppfærð Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, í samtali við fréttastofu. Frímann segir að nýlegar sóttvarnaráðstafanir, sem gilda til 13. ágúst hið minnsta, hafi sett skipulagningu mótsins í uppnám. Þær fela meðal annars í sér 100 manna samkomuhöft og kröfu um tveggja metra fjarlægðarmörk milli fólks. Fari svo að ráðstafanirnar verði framlengdar segir Frímann ljóst að ómögulegt verði að halda maraþonið. Til að halda fólki ekki í óvissu hafi því verið tekin endanlega ákvörðun um að blása hlaupið af. Tæplega fjögur þúsund manns höfðu skráð sig til leiks í maraþonið í ár. Þau munu geta fengið skráningargjald sitt endurgreitt, óski þau þess. Skráning þeirra muni að óbreyttu færast yfir á næsta ár. Fyrirkomulag endurgreiðslu verður kynnt fljótlega. Lengi vel stóð til að skipta keppendum upp í hólf sem myndu miða við fjöldatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Frímann segir sóttvarnalækni hafa boðað í vor að mögulega færu fjöldatakmarkanirnar upp í 2000 manns síðsumars. Þegar lítið bólaði á breytingum var farið í að skipuleggja hlaupið út frá fimm hundruð manna hollum, líkt og fjöldatakmarkanir kváðu á um. Þegar sú takmörkun fór niður í 100 manns í síðustu viku og tveggja metra reglan gerð að skyldu var ljóst að ekki væri mögulegt að halda hlaupið. Fréttin hefur verið uppfærð
Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira