Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2020 18:30 Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14