Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 21:15 Fjölgun smita hefur aukið líkurnar á að skorður verði settar í ferðir Íslendinga til ýmissa ríkja. Vísir/Vilhelm Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira