Erlent

Mannfall og eyðilegging í slóð Isaias

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brimbrettakappi reynir að sigra öldurnar sem fylgdu fellibylnum Isaias í Flórída um helgina.
Brimbrettakappi reynir að sigra öldurnar sem fylgdu fellibylnum Isaias í Flórída um helgina. EPA/CRISTOBAL HERRERA

Hitabeltisstormurinn Isaias sem náði landi í Norður Karólínu í gærmorgun og hefur verið að færa sig upp austurströnd Bandaríkjanna hefur orðið til þess að milljónir manna eru án rafmagns og tjón er umtalsvert.

Tveir létu lífið í Norður Karólínu þegar Isaias fór yfir hjólhýsabyggð og tveir til viðbótar létust í nótt, einn í New York ríki og annar í Maryland. Þegar veðrið fór um New York ríki var vindhraðinn enn umtalsverður, eða um 100 kílómetrar á klukkustund. 

Isaias er níundi fellibylur ársins en búist er við því að töluvert dragi úr krafti hans nú þegar hann nálgast Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×