Hvenær kemur að stjórnvöldum? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:29 Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar