Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 19:01 Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira