Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 09:01 Ferðalangar hafa þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir því að komast í gegnum tollgæslu á bandarískum flugvöllum eftir að skimanir fyrir kórónuveiru hófust þar. Myndin er tekin úr röð á Fort Worth-flugvellinum í Dallas í Texas í gær. AP/Austin Boschen Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38