Perlur Íslands: „Ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 21:00 Það eru fáar myndir til af Aldísi á ferðalagi, þar sem hún er alltaf með myndavélina. Mynd úr einkasafni „Mig langar að segja Vestfirðir en þeir innihalda heldur betur heilan fjársjóð af Náttúruperlum,“ segir ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir um sína uppáhalds perlu hér á landi. „Ég er meðal annars ættuð að vestan, sem og norðan og sunnan. En Afi minn kemur af Vestfjörðum.“ Afi AldísarMynd/Aldís Pálsdóttir „Það hefur verið fjölskylduhefð hjá okkur niðjum hans, að fara í góða helgarferð Vestur með honum. Við leigjum saman stórt hús / ferðakofa, þar sem er pláss helst fyrir alla. Við getum verið allt að 50 til 60 manns - fjölskyldan, og bestu vinir afa koma með.“ Frá ÖnundarfirðiMynd/Aldís Pálsdóttir „Afi skipuleggur gönguferðir um landið í nágrenni við gististaðinn sem allir taka þátt í, sem vilja og svo er sameiginlegur kvöldmatur og yngsta fólkið sér um kvöldskemmtun. Við erum þá ýmist að ganga á fjöll eða ganga fyrir firði, svo ég nefni eitthvað. Einu sinni sigldum við að Hesteyri, og gengum þar yfir í Aðalvík sem var algjörlega einstakt, því þangað er ekki hægt að koma nema með bát, svo það er lítið um mannaferðir.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir „Ég hef ekki ennþá séð allar perlurnar sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða. En þær sem ég hef fengið að upplifa í gegnu þessar fjölskylduferðir þykir mér vænt um að eiga í minningunni og sérstaklega vegna þess að við eigum öll þessar minningar með afa. Og án hans, værum við ekki að ferðast saman í svona stórum hópi - og þar af leiðandi að kynnast hvort öðru og landinu betur. Afi segir okkur hinar ýmsu sögur af forfeðrum okkar í hverjum göngutúr, við finnum jafnvel gamlar tóftir, því yfirleitt er hægt að tengja þá staði sem við veljum, í beinan legg til okkar. Og ef ekki okkar, þá hefur Fjalla Eyvindur verið þar.“ Við höfum nokkrum sinnum gist í Holti, í Önundarfirði sem er ævintýralegt umhverfi. Þá er hefð hjá ungafólkinu, að hoppa af Holtsbryggju út í kaldan sjóinn. Ef þú myndir spyrja börnin mín, þá væri það besta upplifun allra tíma. Mynd/Aldís Pálsdóttir „En ef ég á að nefna bara einn stað þá langar mig að segja Rauðasandur.“ Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er 10 km löng sandströnd staðsett sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). RauðisandurMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég varð orðlaus, þegar ég kom þangað og langaði alls ekki að fara þaðan. Mér leið eins og ég væri í kvikmyndaveri. Við vorum eina fólkið á sandinum, og það var sól en samt skýjahnoðrar á bláum himni, sem speglaðist á sléttum sjónum sem svo kyssti appelsínugula ströndina. Algjörlega magnað.“ RauðisandurMynd/Aldís Páls „Ég átti ekki til orð yfir því hversu fallegt væri allt í kringum okkur.. Börnin léku sér í flæðamálinu, og ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju. Ég vil endilega koma þangað aftur í sumar og til að gera ennþá meira úr ferðalaginu, er algjör snilld að koma við í Flatey á leiðinni vestur.“ FlateyMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég elska að ferðast um landið okkar, og safna minningum með fólkinu mínu. Árbók Ferðafélags Íslands 2020, er einmitt um þennan kjálka af Vestfjörðum. Rauðasandshreppur hinn forni. Ég mæli með að skoða hana.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir Góða ferð Perlur Íslands Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30 Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00 Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Mig langar að segja Vestfirðir en þeir innihalda heldur betur heilan fjársjóð af Náttúruperlum,“ segir ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir um sína uppáhalds perlu hér á landi. „Ég er meðal annars ættuð að vestan, sem og norðan og sunnan. En Afi minn kemur af Vestfjörðum.“ Afi AldísarMynd/Aldís Pálsdóttir „Það hefur verið fjölskylduhefð hjá okkur niðjum hans, að fara í góða helgarferð Vestur með honum. Við leigjum saman stórt hús / ferðakofa, þar sem er pláss helst fyrir alla. Við getum verið allt að 50 til 60 manns - fjölskyldan, og bestu vinir afa koma með.“ Frá ÖnundarfirðiMynd/Aldís Pálsdóttir „Afi skipuleggur gönguferðir um landið í nágrenni við gististaðinn sem allir taka þátt í, sem vilja og svo er sameiginlegur kvöldmatur og yngsta fólkið sér um kvöldskemmtun. Við erum þá ýmist að ganga á fjöll eða ganga fyrir firði, svo ég nefni eitthvað. Einu sinni sigldum við að Hesteyri, og gengum þar yfir í Aðalvík sem var algjörlega einstakt, því þangað er ekki hægt að koma nema með bát, svo það er lítið um mannaferðir.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir „Ég hef ekki ennþá séð allar perlurnar sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða. En þær sem ég hef fengið að upplifa í gegnu þessar fjölskylduferðir þykir mér vænt um að eiga í minningunni og sérstaklega vegna þess að við eigum öll þessar minningar með afa. Og án hans, værum við ekki að ferðast saman í svona stórum hópi - og þar af leiðandi að kynnast hvort öðru og landinu betur. Afi segir okkur hinar ýmsu sögur af forfeðrum okkar í hverjum göngutúr, við finnum jafnvel gamlar tóftir, því yfirleitt er hægt að tengja þá staði sem við veljum, í beinan legg til okkar. Og ef ekki okkar, þá hefur Fjalla Eyvindur verið þar.“ Við höfum nokkrum sinnum gist í Holti, í Önundarfirði sem er ævintýralegt umhverfi. Þá er hefð hjá ungafólkinu, að hoppa af Holtsbryggju út í kaldan sjóinn. Ef þú myndir spyrja börnin mín, þá væri það besta upplifun allra tíma. Mynd/Aldís Pálsdóttir „En ef ég á að nefna bara einn stað þá langar mig að segja Rauðasandur.“ Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er 10 km löng sandströnd staðsett sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). RauðisandurMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég varð orðlaus, þegar ég kom þangað og langaði alls ekki að fara þaðan. Mér leið eins og ég væri í kvikmyndaveri. Við vorum eina fólkið á sandinum, og það var sól en samt skýjahnoðrar á bláum himni, sem speglaðist á sléttum sjónum sem svo kyssti appelsínugula ströndina. Algjörlega magnað.“ RauðisandurMynd/Aldís Páls „Ég átti ekki til orð yfir því hversu fallegt væri allt í kringum okkur.. Börnin léku sér í flæðamálinu, og ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju. Ég vil endilega koma þangað aftur í sumar og til að gera ennþá meira úr ferðalaginu, er algjör snilld að koma við í Flatey á leiðinni vestur.“ FlateyMynd/Aldís Pálsdóttir „Ég elska að ferðast um landið okkar, og safna minningum með fólkinu mínu. Árbók Ferðafélags Íslands 2020, er einmitt um þennan kjálka af Vestfjörðum. Rauðasandshreppur hinn forni. Ég mæli með að skoða hana.“ Mynd/Aldís Pálsdóttir Góða ferð
Perlur Íslands Ferðalög Tengdar fréttir Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30 Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00 Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Perlur Íslands: „When in doubt, farðu til Seyðisfjarðar“ Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson á í mjög sterku ástarsambandi við Seyðisfjörð, sem hann segir að hafi hina fullkomnu blöndu af náttúru og menningu. 11. júní 2020 12:30
Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá dýrmætri minningu með föður sínum og bróður. Hann dreymir um að fara feðgaferð upp á Esjuna. 10. júní 2020 21:00
Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30