Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Tilefni þeirrar yfirlýsingar er að í maí og júní þurftu fimmtán manns í Arizona og Nýju Mexíkó að fara á sjúkrahús eftir að hafa drukkið sótthreinsiefni. Fjórir þeirra dóu og minnst þrír misstu sjón að miklu leyti.
Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi.
Samkvæmt frétt Reuters innihalda öll slík efni í Bandaríkjunum etanól eða ísóprópanol. Einhverjir hafa þó flutt inn sótthreinsiefni sem innihalda metanól. Metanoleitrun getur og hefur leitt til blindu og dauða.
Þrír þeirra fimmtán sem þurftu á sjúkrahús fengu sjónskaða.
CDC hefur því varað Bandaríkjamenn við því að drekka ekki sótthreinsiefni með metanól og kanna hvort þau efni sem þeir eiga innihaldi metanól. Ef svo er eigi ekki að nota það eða drekka.
Samkvæmt New York Times drukku einhverjir þeirra aðila sem um ræðir sótthreinsiefnið vegna alkóhólsins í því.
Swallowing hand sanitizers that contain methanol can cause permanent blindness or death, if not treated. People should immediately discontinue use of hand sanitizers recalled by @US_FDA. See more in @CDCMMWR: https://t.co/n4v3D47qSd. pic.twitter.com/rIwfDns22e
— CDC (@CDCgov) August 5, 2020