Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 17:45 Wayne LaPierre hefur stýrt NRA um árabil. Dómsmálaráðherra krefst þess að honum verði bannað að stýra samtökunum vegna ásakana um sjálftöku og fjárdrátt. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira