Enski boltinn

Makaði barnaolíu á Traoré fyrir leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn olíusmurði Adama Traoré í leiknum gegn Olympiacos í gær.
Hinn olíusmurði Adama Traoré í leiknum gegn Olympiacos í gær. getty/Sam Bagnall

Adama Traoré, leikmaður Wolves, beitir öllum brögðum til að ná forskoti á mótherja sína.

Hann lætur m.a. bera á sig barnaolíu fyrir leiki til að andstæðingar hans eigi erfiðara með að ná taki á honum.

Wolves birti í morgun mynd af starfsmanni félagsins maka barnaolíu á stælta handleggi Traorés fyrir leikinn gegn Olympiacos í Evrópudeildinni í gær.

Raúl Jiménez skoraði eina mark leiksins og tryggði Úlfunum þar með sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þar mætir Wolves Sevilla.

Traoré lék fyrstu 57 mínútur leiksins á Molineux í gær. Hann hefur átt afbragðs tímabil með Wolves. Hann hefur leikið 48 leiki í öllum keppnum, skorað sex mörk og gefið níu stoðsendingar.

Wolves endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki komist jafn langt í Evrópukeppni í 48 ár, eða frá tímabilinu 1971-72.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Jimenez skaut Úlfunum áfram | Öruggt hjá Basel

Raul Jimenez skaut Wolves áfram úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Basel fór örugglega áfram en þetta voru síðustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×