Eva Ruza Miljevic hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt í vetur.
Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár og saman eignuðust þau tvíbura árið 2009.
Eva slær oft á létta strengi á samfélagsmiðlum og fær Sigurður stundum að kenna á því.
Í morgun deildi Eva myndbandi á Facebook þar sem hún þóttist vera að ræða við vinkonur sínar með frammyndavélinni í símanum sínum. Í raun var hún að þykjast og var kveikt á aðalmyndavél síman sem var beint að Sigurði sem var hins rólegasti í tölvunni.
Eva laug því að hún tæki nú geymslu þeirra hjóna í gegn í hverri einustu viku og alltaf á mánudögum. Þetta þótti Sigurði ekki fyndið, þar sem Eva Ruza hefur aldrei komið nálægt geymslunni og hvað þá að hreinsa til í geymslunni.
Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.