Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 21:30 Kosningar fara fram í Bandaríkjunum 3. nóvember, ekki aðeins til forseta heldur einnig Bandaríkjaþings. Mörg erlend ríki telja sig hafa hagsmuni af því hvernig fer. AP/Tony Dejak Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38
Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24
Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06