Innlent

Minntust flugslyssins í Skerjafirði: „Maður á að nýta allar stundir“

Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa

Tuttugu ár eru frá flugslysinu í Skerjafirði þar sem flugvél með sex manns innanborðs hrapaði. Þrír létust og þrennt slasaðist lífshættulega. Þau slösuðu létust öll innan árs. Minningarathöfn fór fram í Skerjafirði í kvöld.

Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að líkleg orsök slyssins hefði verið skortur á eldsneyti til hreyfils. Aðstandendur gagnrýndu rannsóknina og í kjölfarið skapaðist þrýstingur sem leiddi til umbóta í flugöryggismálum.

Viðburðurinn til þess að minnast slyssins í kvöld var titlaður virðingarathöfn. Heiðar Austmann, skipuleggjandi hennar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að minningarathöfn fangaði ekki það sem hann vildi gera með viðburðinum.

„Við erum hérna til að votta okkar fólki virðingu, minnast góðra stunda með þeim, ekki gráta þær stundir sem við fengum ekki með þeim,“ sagði hann.

Skilaboðin með athöfninni sagði Heiðar væru að hvetja fólk til að lifa í núinu. Fólk eigi til að týna sér í amstri dagsins og gleyma sínum nánustu.

„Okkar skilaboð eru í raun og veru ekki gera það. Maður veit aldrei hvenær okkar tími kemur og maður á að nýta allar stundir, knúsa sitt fólk, segja þeim að þér þyki vænt um það og vertu með þeim eins og þú getur,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×