Eftir langa bið hófst Meistaradeild Evrópu aftur í gær með tveimur leikjum. Manchester City og Lyon tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum.
Manchester City sigraði Real Madrid 2-1 í gær og samanlagt 4-2. Raphael Varane, varnarmaður Madrídinga, gerðist sekur um slæm mistök í báðum mörkum City.
Lyon sló Ítalíumeistara Juventus úr leik. Juventus sigraði leikinn í gær 2-1 en Lyon vann fyrri leikinn 1-0 í Frakklandi og fer því áfram á útivallarmarkinu.