Óþægilega sýnileg? Stjórn Samtakanna '78 skrifar 8. ágúst 2020 07:00 Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun