Óþægilega sýnileg? Stjórn Samtakanna '78 skrifar 8. ágúst 2020 07:00 Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun