Rússneska úrvalsdeildin hófst á ný í dag eftir stutt hlé. Íslendingalið CSKA Moscow vann sigur á nýliðum FC Khimki í opnunarleik mótsins.
Arnór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá CSKA en Hörður Björgvin Magnússon var ekki í hóp.
Konstantin Kuchaev kom CSKA yfir á 18. mínútu leiksins og rússneski landsliðsmaðurinn Alan Dzagoev tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik.
Arnór kom inná fyrir Dzagoev á 54. mínútu leiksins en fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 2-0 Moskvuliðinu í vil og góður sigur í fyrsta leik mótsins staðreynd.