Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 21:55 Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00