Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 06:56 Frá mótmælunum í nótt. Vísir/AP Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30