Á tvítugsaldri á sjúkrahúsi og íhuga að taka upp eins metra fjarlægðarmörk í skólum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 14:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Þrír einstaklingar eru sem stendur á sjúkrahúsi með kórónuveirusmit. Þeim hefur því fjölgað um einn síðastliðinn sólarhring og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þar hafi verið um að ræða einstakling á tvítugsaldri. Sá er þó ekki í öndunarvél að sögn Þórólfs. Þá er til skoðunar að taka upp „eins metra reglu“ í ákveðnum aðstæðum og opna á knattspyrnuiðkun. Einn sjúklingur nýtur aðstoðar öndunarvélar sem stendur og alls hafa fjórir þurft á sjúkrahúsaðstoð að halda í þessari lotu faraldursins. Seinni skimun til skoðunar Þórólfur sagði á fundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að breyta fyrirkomulagi hinnar svokölluðu seinni skimunar. Þeir einstaklingar sem hafa víðtækt tengslanet hér á landi eða dvelja hér lengur en í 10 daga hafa þurft að fara í tvær skimanir, eina við komuna til landsins og þá síðari að 4 til 6 dögum liðnum. Þetta var gert því að tveir einstaklingar höfðu greinst neikvæðir við landamæraskimun en komu upp með smit nokkrum dögum síðar og smituðu út frá sér. Rúmlega 8000 einstaklingar hafa nú farið í sýnatöku tvö en aðeins tveir einstaklingar greinst með virkt smit. Því er til skoðunar hvort tilefni sé að breyta þessu fyrirkomulagi, en Þórólfur segir að því fylgi mikið álag. Eins metra regla í skólum Þórólfur ræddi jafnframt um minnisblað sitt sem hann hyggst senda heilbrigðisráðherra um framhald aðgerða vegna veirunnar, bæði hvað varðar fyrirkomulag landamæraskimunar og hafta innanlands. Þá sé jafnframt til skoðunar að taka upp eins metra nálægðartakmörk undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. í skólum, en láta tveggja metra regluna gilda áfram annars staðar. Máli sínu til stuðnings nefndi Þórólfur að í Noregi gildi eins metra fjarlægðarmörk, sums staðar séu mörkin á bilinu 1,5 til 1,8 metrar. Talað sé um að eins metra fjarlægð minnki líkur á smiti fimmfalt en fyrir hvern metra aukalega minnki líkurnar á smiti tvisvar sinnum. Það sé því til skoðunar að taka upp eins metra regluna á ákveðnum stöðum. Opna á knattspyrnu Þórólfur sagði jafnframt að til skoðunar sé að leyfa aftur íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu. Það myndi þá koma fram í umræddu minnisblaði. Þórólfur sagði þó að mikilvægt væri að sjá fyrir endann á þessum faraldri áður en almennt verður hægt að marki á þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Hann telur þó ekki tilefni til að herða reglur á þessari stundu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10. ágúst 2020 13:15