Fótbolti

Man. United fékk 21. víta­spyrnuna á tíma­bilinu í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno sparkar vítinu inn.
Bruno sparkar vítinu inn. vísir/getty

Manchester United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á FCK í framlengdum leik í Köln í gær.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Bruno Fernandes á 95. mínútu eftir að Andreas Bjelland braut á Anthony Martial.

Brotið var ekki gróft og Danirnir voru ósáttir með dóminn en þetta er ekki fyrsta vítið sem United fær í vetur.

Klippa: Man. Utd. 1-0 FCK



United hefur fengið 21 vítaspyrnu í vetur í öllum keppnum og ekkert lið í öllum stærstu fimm deildunum hefur fengið fleiri vítaspyrnur.

Mikið hefur verið rætt og ritað um vítin sem United hefur fengið og blaðamaðurinn Duncan Alexander sló á létta strengi.


Tengdar fréttir

Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United

Tilþrif sem Rasmus Falk sýndi í leik Manchester United og FC Kobenhavn minntu um margt á takta sem Fernando Redondo sýndi í sigri Real Madrid á United árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×