FH gengur út frá því að spila heimaleik sinn í undankeppni Evrópukeppninnar á heimavelli.
Þetta staðfesti Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi í dag er hann gekk á milli funda varðandi leikinn.
FH-ingar og önnur lið í Evrópukeppninni hafa fundað með KSÍ og yfirvöldum varðandi Evrópuleiki sína en FH var eina liðið sem dróst á heimavelli í 1. umferðinni.
Þeir mæta Dunajská Streda þann 27. ágúst en Valdimar staðfesti í dag við Vísi að FH-ingar gengu út frá því að leikurinn yrði spilaður á heimavelli FH; í Kaplakrika.
Það biði þó enn staðfestingu frá heilbrigðisráðherra um að slóvenska liðið megi hingað koma og spila leikinn.
Valdimar sagði í dag að hann reiknaði með að það yrði ljóst, í síðasta lagi á morgun, hvort að leikurinn í lok ágúst færi ekki fram í Kaplakrika, bak við luktar dyr.
Fyrr í dag var greint frá því að reiknað er með að íslenski boltinn fari aftur að rúlla á föstudaginn kemur.