Skemmtilegasta liðið í Evrópuboltanum mætir peningaveldinu frá París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 13:30 Alejandro Papu Gómez og Josip Ilicic fagna einu af mörgum mörkum Atalanta á tímabilinu. Getty/Emilio Andreoli Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira
Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira