Innlent

Svona var 102. upplýsingafundur almannavarna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alltaf nóg að gera hjá þríeykinu.
Alltaf nóg að gera hjá þríeykinu. Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins.

Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan 14:03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Hér að neðan má einnig fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Gestur fundarins verður Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×