Erlent

Talið að þrír hafi látið lífið í lestarslysinu í Skotlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AP

Talið er að þrír hafi látið lífið eftir að farþegalest fór út af sporinu í Aberdeen-skíri í Skotlandi í morgun. Eins manns er enn saknað á slysstað.

Þetta kemur fram í frétt Sky News. Lestin fór út af sporinu nærri Stonehaven um klukkan 9:40 í morgun að staðartíma. Á myndum af slysstað mátti sjá mikinn reyk leggja frá staðnum.

Lestin sem um ræðir er sex vagna, var á leið frá Aberdeen til Stonehaven. Um borð voru tólf manns – sex farþegar og sex starfsmenn.

Heimildarmenn telja líklegt að aurskriða hafi farið yfir sporið og valdið slysinu. Mikið úrhelli hefur verið í Skotlandi síðustu klukkutímana sem olli því að nokkrum lestarferðum hafði verið aflýst.

Að neðan má sjá myndband af aðstæðum á austurströnd Skotlands sem lestarfélagið birti áður en slysið átti sér stað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×