Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Jóhann K. Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55