Íslenski boltinn

Ólafur Karl: Er búinn að vera heill í allt sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Karl spilar í FH búningnum það sem eftir er af þessu tímabili.
Ólafur Karl spilar í FH búningnum það sem eftir er af þessu tímabili. mynd/fh

Ólafur Karl Finsen, sem gekk í raðir FH á láni frá Val í gær, segist hafa verið heill í allt sumar.

Ólafur Karl hafði ekki komið við sögu hjá Val í sumar undir stjórn Heimis Guðjónssonar og ákvað því að færa sig um set.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er risa klúbbur. Frábært félag og það sem ég þekki til hérna er geggjað,“ sagði Ólafur Karl í samtali við Guðmund Hilmarsson hjá FHingar íd ag.

Heimir hefur í tvígang í sumar talað um að Ólafur Karl sé að koma sér af stað aftur eftir meiðsli er hann var spurður út í stöðuna á Ólafi en Ólafur sjálfur segist hafa verið heill í allt sumar.

„Ég held að formið á mér sé fínt. Ég er búinn að hlaupa eins og tittlingur og er búinn að vera heill í allt sumar. Ég veit ekki alveg hvernig ég stend í leikforminu.“

Fyrir sex árum síðan tryggði Ólafur Karl Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigurmarki í uppbótartíma gegn FH. Hann segist skulda stuðningsmönnum FH.

„Það er búið. Ég skulda klárlega,“ en hvernig horfir hann á toppbaráttuna í sumar?

„Ég segi bara „go for it“. Afhverju ekki? Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður fínt.“

Hann hefur áður unnið með Loga Ólafssyni en þekkir ekki Eið Smára Guðjohnsen persónulega.

„Ég þekki ekkert Eið en ég þekki Fjalar (markmannsþjálfari) og Lauga (Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari) vel og eru algjörir toppmenn. Ég þekki Loga einnig mjög vel. Við erum góðir vinir. Ég skulda Loga og stuðningsmönnum FH.“

Viðtal Ólafs Karl við Guðmund Hilmarsson hjá FHingar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ólafur Karl lánaður til FH

Valur hefur lánað Ólaf Karl Finsen til FH og mun hann leika með Fimleikafélaginu út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×